Kryddjurtasósa með jómfrúrólífuolíu

5 mínútur / 4 Fyrir: 
Kryddjurtasósa með jómfrúrólífuolíu

Undirbúningur

Fínsaxið kryddjurtir og blandið saman við olíu í skál. Bætið við olíu eftir þörfum eftir því hvort þið kjósið þykkari eða olíumeiri sósu. Kryddjurtasósa þessi er frábær til að dýfa hráu grænmeti upp úr sem partýsnakk eða léttur málsverður og eins til að dýfa brauði í eða bökuðum kartöflubátum eða soðnum kartöflum. Sósan hentar einnig vel með pasta. Þá er gott að blanda hökkuðum skalotlauk saman við. Bætið mörðum hvítlauksgeira við sósuna ef vill og e.t.v. smá bita af chillipipar. Smakkið sósuna til með salti og pipar og berið fram.

Innihald

  • 4 handfylli blandaðar saxaðar ferskar kryddjurtir
  • t.d. mynta, steinselja, estragon og basil (hægt að nota nánast hvaða kryddjurtablöndu sem er. Grípið það sem er til í eldhúsinu. Einnig hægt að blanda ferskum og þurrkuðum jurtum)
  • 6-10 msk jómfrúrólífuolía eða helmingur annað hvort Saclà krydduð jómfrúrólífuolía með basil eða hvítlauk og helmingur hrein jómfrúrólífuolía sjávarsalt og nýmalaður pipar lítill fennelbrúskur eða dill (má sleppa)
  • *ef sósan er notuð út á pasta er gott að bæta einnig 1-2 skalotlaukum (hökkuðum í matvinnsluvél) saman v