Undirbúningur
Síið olíu frá tómötum og skerið í litla bita. Saxið niður hvítlauk og steinselju (eða basil) og blandið öllu saman við mýkt smjörið. Komið blöndunni fyrir á plastfilmu og rúllið upp og geymið í kæli ef nota á fljótt. Eins má frysta rúlluna og grípa til þegar þörf er á. Skerið rúlluna í sneiðar að vild og komið fyrir ofan á grilluðu kjöti, fisk eða bökuðum kartöflum. Þessi skammtur nægir fyrir 4-6. Lagið magn uppskriftar að þörfum hverju sinni.