Kryddsmjör með sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk & steinselju

10 mínútur / 6 Fyrir: 
Kryddsmjör með sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk & steinselju

Undirbúningur

Síið olíu frá tómötum og skerið í litla bita. Saxið niður hvítlauk og steinselju (eða basil) og blandið öllu saman við mýkt smjörið. Komið blöndunni fyrir á plastfilmu og rúllið upp og geymið í kæli ef nota á fljótt. Eins má frysta rúlluna og grípa til þegar þörf er á. Skerið rúlluna í sneiðar að vild og komið fyrir ofan á grilluðu kjöti, fisk eða bökuðum kartöflum. Þessi skammtur nægir fyrir 4-6. Lagið magn uppskriftar að þörfum hverju sinni.

Innihald

  • 200g smjör við stofuhita
  • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar (olía síuð frá)
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2-3 msk söxuð steinselja eða basil (setjið þá e.t.v. minna af hvítlauk eða sleppið honum)