Lambakótilettur með myntukeimuðu kryddjurtachimchurri

40 mínútur / 4 Fyrir: 
Lambakótilettur með myntukeimuðu kryddjurtachimchurri

Undirbúningur

Kryddið lambakótilletturnar með salti & pipar og bætið sítrónusafa og jómfrúrólífuolíu saman við og látið marinerast í ca. 1 klst. Afhýðið hvítlauk og setjið í matvinnsluvél. Saxið kryddjurtinar smátt eða skellið þeim í matvinnsluvélina ásamt hvítlauknum (eins má semsagt setja smátt saxaðar kryddjurtirnar í skál ásamt hvítlauknum og blanda svo vökvanum vel saman við. Smakkið til með salti og pipar. Ef allt er sett í matvinnsluvél er vökvanum hellt ofan í smám saman og blandarinn hafður á minnsta krafti á meðan. Smakkið til með salti & pipar. Grillið kótiletturnar þar til grillaðar e. smekk. Snúið eftir þörfum Dreyfið kryddjurtasósunni jafnt ofan á kótilettur á diskum og berið fram t.d. með bakaðri kartöflu fylltri með kryddjurtablandaðri sósu úr sýrðum rjóma eða grískri jógúrt (smellið e.t.v. út í sósuna tsk af Saclà Wild Garlic pesto), rösti og/eða fersku blönduðu salati.

Innihald

 • 8-12 fremur þykkar lambakótilettur marinering:
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk jómfrúrólífuolía
 • gróft salt og nýmalaður pipar e. smekk
 • 1 hvítlauksgeiri
 • chimchurri:
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 bolli niðuröxuð fersk steinselja
 • 1/2 bolli niðursaxaður ferskur graslaukur
 • 1/4 bolli niðursaxaður ferskur kóríander (eða 1 msk Saclà kóríanderpestó)
 • 1/4 bolli myntulauf
 • 2 cm niðursaxaður ferskur chillipipar eða 1-2 msk
 • Saclà jómfrúrólífuolía með chilli (eins má nota bæði, fer eftir hve krassandi maður kýs að hafa réttinn)
 • safi úr 1 lime
 • 1/3 bolli jómfrúrólífuolía
 • 1/3 bolli rauðvínsedik
 • salt & nýmalaður pipar