Lambarif með tómata & ólífumarineringu

30 mínútur / 4 Fyrir: 
Lambarif með tómata & ólífumarineringu

Undirbúningur

Skerið djúpar rifur í efri hlið kjötsins og smeygið hvítlauk og niðurbrotnum rósmarínstönglum innan undir það. Leggið kjötið í eldfast mót. Blandið saman í skál Saclà Intenso Stir-In, sítrónusafa, berki, ólífuolíu, balsamikediki og kryddi. Penslið kjötið með blöndunni og smyrjið rest af marineringu ofan á það og látið marinerast í a.m.k. 1 klukkustund. Grillið kjötið í 10-15 mínútur í ofni. Bakið áfram skamma stund við minni hita ef þurfa þykir. Berið kjötið t.d. fram með grilluðum tómötum, fersku salati og/eða bökuðum kartöflum.

Innihald

  • 12 þykkt söguð lambarif
  • 4 rósmarínstönglar
  • 4 hvítlauksrif, fínt söxuð
  • 4 msk Saclà Intenso Stir-In með tómötum & ólífum
  • 3 msk jómfrúrólífuolía
  • 1 msk balsamikedik
  • 2 msk fínt saxað ferskt rósmarín
  • safi og fínt rifinn börkur af lífrænni sítrónu