Laxakúlur með sólþurrkuðum tómötum, rjómaosti og pistasíum

10 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Skerið laxinn í litla bita, saxið vorlauk niður fínt ásamt sólþurrkuðum tómötum (síið olíuna frá og pressið eins vel og hægt er olíuna úr sneiðum) og blandið saman við rjómaostinn. Saxið pistasíuhnetur gróflega niður, mótið kúlur úr osta-laxablöndu og veltið kúlunum upp úr pistasíuhnetukurli. Berið fram sem forrétt, smárétt eða pinnamat. Upplagður “aperitivo” fordrykksréttur.

Innihald

  • 400g rjómaostur
  • 200g reyktur lax í sneiðum
  • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar (sun dried tomatoes)
  • 2 vorlaukar, hvíti hluti
  • ca. 1 bolli gróft saxaðar pistasíuhnetur