Linguine „alla marinara“

20 mínútur / 4 Fyrir: 
Linguine „alla marinara“

Undirbúningur

Sjóðið pasta „al dente“ eftir leiðbeiningum á pakka í vænu magni af léttsöltuðu vatni (notið gróft salt). Hitið olíuna á pönnu og mýkið vorlauk.og papriku í henni í skamma stund. Skerið smokkfisinn í sneiðar (hringi) og látið hann krauma í olíunni ásamt rækjum, chilli og grænmeti í 3-4 mínútur (gætið þess að ofelda ekki fiskinn, hann þarf stuttan eldunartíma og smokkfiskurinn verður fljótt seigur sé hann ofeldaður). Bætið Whole Cherry kokteiltómatasósunni út á pönnu og hitið í gegn. Sigtið pastað og hellið út á pönnu og blandið vel saman við sósuna. Smakkið til með nýmöluðum pipar. Færið pasta upp á 4 diska (ekki verra ef upphitaðir), smakkið til með örlitlu salti og skreytið með ferskum söxuðum basillaufum. *dreypið e.t.v. ögn af Saclà jómfrúrólífuolíu með Chilli yfir réttinn fyrir aukið chillibragð. Eins mætti sleppa þurrkaða chillipiparnum og dreypa kryddolíunni yfir í lokin. Prófið ykkur áfram og skapið ykkar persónulegu útfærslu á þessu safaríka sjávarréttapasta.
Þurrt hvítvín með miðlungsfyllingu hentar vel með réttinum, t.d. Pinot Grigio.

Innihald

  • 1 krús Saclà Whole Cherry Tomato & Basil pastasósa
  • 150-18 g linguine (t.d. De Cecco), má einnig nota spaghetti eða tagliatelle
  • 2 msk jómfrúrólífuolía
  • 1 vorlaukur, smátt saxaður
  • 1 rauð paprika, skorin í fína strimla
  • 4 smokkfiskar, heilir
  • 250g risarækjur, afskeljaðar
  • nýmalaður pipar
  • ögn af þurrkuðum chillipipar
  • nokkur fersk basilauf til skrauts