Undirbúningur
Deilið deigkúlu í fernt og fletjið deikúlurnar út í aflangar kökur. Smyrjið tvær sneiðar með Saclà basilpestó og hinar tvær með Saclà sugo pastasósu með tómötum & basil. Skerið beikonsneiðar í tvennt og leggið ofan á eina pestópizzuna, en niðurskornar dökkar ólífur og 3 kokteiltómata skorna til helminga ofan á hina pestópizzuna. Leggið Saclà grillaða paprikubitana (chargrilled capsicums) ofan á aðra tómatasósupizzuna, en niðurskornar grænar ólífur og rest af helminguðum tómötunum ofan á hina. Dreyfið mozzarellabitunum jafnt yfir pizzurnar og bakið við 230gr. í 10-12 mínútur eða þar til pizzurnar eru bakaðar og osturinn vel bráðinn.