Litríkt byggsalat

40 mínútur / 4 Fyrir: 
Litríkt byggsalat

Undirbúningur

Sjóðið bankabyggið eftir leiðbeiningum á pakka og kælið. Athugið að hægt er að stytta suðutíma byggsins úr 40 mínútum niður í 5-10 mínútum ef það er lagt í bleyti kvöldið áður og soðið morguninn eftir. Sjóðið baunirnar í léttsöltu vatni þar til meyrar og kælið. Harðsjóðið eggin og kælið. Skerið mozzarellaostinn, tómatana (fersku og sólþurrkuðu), strengjabaunirnar og eggin í bita og blandið saman við byggið ásamt túnfiskinum (olía síuð frá) og niðursöxuðum rauðlauknum. Kryddið með kanil og múskat og rífið kryddjurtir saman við. Blandið parmesanosti saman við í lokin ásamt dreitil af jómfrúrólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.
Þessi réttur er tilvalinn í klúbbinn og á hlaðborðið (flottur í sumarveisluna) og eins til að skella með í nestispakkann og lautarferðina.
Á Ítalíu er bygg mikið notað í köld salöt líkt og speldi, hrísgrjón og pasta. Á Íslandi er ræktað eðalbygg, sem upplagt er að nota í matarmikil og litrík salöt á borð við þetta.

Innihald

 • 200 g bankabygg
 • 2 litlar gulrætur eða 1 stærri
 • 1/2 lítill rauðlaukur
 • 2 handfylli kokteiltómatar
 • 10 Saclà sólþurrkaðir tómatar
 • 2 mozzarellaostar eða handfylli niðurbitaður
 • mildur ostur
 • handfylli blandaðar kryddjurtir (mynta, basil og salvía)
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk múskat
 • 2 handfylli strengjabaunir (fagiolini)
 • 2-3 msk rifinn parmesanostur
 • jómfrúrólífuolía
 • salt og pipar
 • 1 dós túnfiskur í ólífuolíu
 • 2 harðsoðin egg