Muffins með rjómaosti, zucchini og tómötum

35 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Þvoið og þerrið zucchini og skerið í sneiðar og sneiðarnar í litla bita. Velgið zucchinibita í dreitil af heitri jómfrúrólifuolíu á pönnu skamma stund. Útbúið deigið í millitiðinni. Þeytið saman eggin og bætið mjólkinni saman við og þar næst sólblómaolíunni í smáskömmtum. Hrærið saman í jafna blöndu. Bætið lyftidufti saman við hveitið ásamt salti og sigtið mjölinu saman við eggja-mjólkurblönduna og blandið því næst rjómaostinum eða ricotta saman við. Hrærið þar til úr verður jöfn blanda. Komið blöndunni fyrir í rjómasprautu og sprautið í 12 bréfmuffinform sem hefur verið komið fyrir ofan í muffinbökunarplötu (þannig halda þau betur forminu). Komið kokteiltómati fyrir í miðju hvers muffins og bakið þau við 180gr. í ca. hálftíma eða þar til þau eru léttgyllt og bústin. Berið muffinsbollurnar fram jafnt heitar sem kaldar. Upplagt að bera fram með þeim hráskinku og kryddpylsur.

Innihald

 • 200g hveiti
 • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar (sun dried tomatoes)
 • dreitill jómfrúrólífuolía (e. þörfum)
 • 12 kokteiltómatar
 • 100 ml sólblómaolía
 • 100 ml mjólk
 • 80g niðurrifinn parmesan eða Grana Padana-ostur
 • svartur pipar e. þörfum
 • 1 zucchini
 • 80g rjómaostur eða ricotta
 • salt e. þörfum
 • 3 egg