Ofnbakað pasta í góðum félagsskap

40 mínútur / 4 Fyrir: 
Ofnbakað pasta í góðum félagsskap

Undirbúningur

Sjóðið pastað í rétt rúmlega helming uppgefins suðutíma í vænu magni af léttsöltuðu vatni (notið gróft salt). Skerið kjúklingabringur í strimla og gyllið í heitri olíunni á pönnu. Afhýðið engifer og rífið yfir og hitið ásamt kjúklingabitunum. Ristið furhnetur á pönnu sem ekki festist við og leggið til hliðar. Sigtið pasta og hellið í eldfast mót og blandið tómatpestó vel saman við það og því næst kjúklingastrimlum, furuhnetunum og ólífusneiðunum. Síið vökva frá fetaostinum og myljið hann yfir réttinn. Bakið pastaréttinn í 180° heitum ofni í 20 mínútur. Stráið söxuðum kóríander yfir réttinn og berið fram.
„Pasta al forno“ eða ofnbakað pasta, er klassískur sunnudagsréttur í heimalandinu, safaríkur og ríkulegur réttur tilvalinn til að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Það fyrirfinnast ótal uppskriftir að ofnbökuðu pasta. Þessi er af nýstárlegra taginu og hér blandast austrænn keimur engifers og kóríanders við ítalskt pastað og tómatana. Fetaosturinn tónar sérlega vel við hráefnið. Vel má nota mozzarellaost í stað fetaostsins.

Innihald

  • 350 g penne pastarör (t.d. De Cecco)
  • 300g kjúklingabringur
  • 1 msk jómfrúrólífuolía
  • 2 cm ferskt engifer
  • 1 krús Saclà tómatpestó (venjulegt eða organic)
  • 100g léttristaðar furuhnetur
  • handfylli dökkar ólífusneiðar
  • 100g fetaostur
  • lítið búnt ferskt kóríander