Ofnbakaðar kjötbollur með ostabræðing

35 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Komið skorpulausa franskbrauðinu fyrir í skál og bleytið upp með mjólkinni og blandið saman með höndunum. Bandið svo hakkinu saman við með höndunum ásamt mörðum hvítlauknum, eggi, steinselju, steyttu múskatinu, 1 msk af olíu, 2 msk af parmesan, pipar & salti. Hnoðið í deig og mótið svo litlar bollur úr því. Komið kjötbollunum fyrir í eldföstu móti og hellið Saclà Sugo pastasósunni með tómötum & ristuðum hvítlauk (tomato & roasted garlic) ásamt niðursoðnum tómötum yfir og bakið við 190gr. í um 30 mínútur. Dreyfið rest af osti yfir síðustu 10 mínúturnar. Skreytið með nokkrum niðursöxuðum steinseljulaufum ef vill og dreypið jómfrúrólífuolíu yfir. Berið fram með pasta, salati og brauði eða hrísgrjónum.

Innihald

 • 500g nautahakk eða blandað svína- og kálfahakk
 • 200g skorpulaust franskbrauð
 • 1 egg
 • 1/2 dl mjólk
 • 1 marinn hvítlauksgeiri
 • 2 msk rifinn parmesanostur
 • 1 msk söxuð steinselja
 • 1/2 tsk steytt múskat
 • salt og pipar
 • 1 krús Saclà Sugo tomato & roasted garlic pastasósa
 • 1/2 bolli blanda af niðurrifnum parmesan- og Goudaosti
 • dreitill jómfrúrólífuolía
 • 1/2 dós niðursoðnir tómatar