Undirbúningur
Sjóðið penne í ca. 4 lítrum af vatni og saltið með grófa saltinu þegar suðan kemur upp og skellið pastanu út í pott. Sjóðið pasta 3-4 mínútum styttra en uppgefinn suðutími á pakka. Sigtið. Hitið olíuna á pönnu og yljið marinn hvítlaukinn í henni og skellið því næst hakki út á pönnu og hitið í nokkrar mínútur, þar til steikt í gegn. (Gott er að bæta líka til tilbreytingar fínt söxuðum sveppum saman við olíuna áður en hakkinu er skellt út á pönnu). Hellið því næst Saclà sugo pastasósunni saman við hakk og hitið í gegn. Smakkið til með pipar. Blandið að síðustu pastanu vel saman við sósuna og komið blöndunni fyrir í eldföstu móti. Dreifið rifnum ostinum yfir og bakið við 170°í ca. 20 mínútur. Dreifið saxaðri steinseljunni yfir réttinn og berið fram með uppáhaldsbrauðinu. Dreypið e.t.v. ögn af Saclà kryddolíu fyrir pizzur yfir réttinn.