Ofnbakaður saltfiskur í pestó-brauðkápu

25 mínútur / 2 Fyrir: 
Ofnbakaður saltfiskur í pestó-brauðkápu

Undirbúningur

Penslið ofnplötu með ólífuolíu og leggið saltfisksteikurnar á plötuna. Penslið hvern bita með mjög þunnu lagi af rauðu pestó. Blandið brauðkjarna, sítrónuberki og kryddjurtum saman í skál ásamt restinni af pestó og komið fyrir í jöfnum skömmtum ofan á hverjum fiskbita. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til fiskurinn er bakaður en enn laus í sér.

Leggið fiskinn ofan á salatblöð á diskum og raðið sólþurrkuðum tómötum í kring, hrærið saman rest af jómfrúrólífuolíu og 1 msk af rauðu pestó, dreypið yfir fisk og berið fram.

Innihald

  • 4-5 msk jómfrúrólífuolía
  • 450 g útvatnaðir saltfiskhnakkar skipt í 4 hluta
  • 1 krús Saclà Organic tomato pesto lífrænt tómatapestó
  • 75g brauðkjarni (kjarni án skorpu)
  • rifinn börkur af einni lífrænni sítrónu
  • 3 tsk blandaðar kryddjurtir, t.d. dill, steinselja og kerfill
  • 1 krús Saclà Sólþurrkaðir tómatar (olía síðu frá og skotnir í strimla)
  • nokkur græn salatblöð