Partýpizzusneiðar

20 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Fletjið pizzakúlu út á létthveitibornu borði eða bökunarpappír í kringlótta köku (ca. 12 tommu) og leggið á bökunarpappír. Smyrjið hálfri krús af Saclà sugo pastasósu með tómötum & chilli eða pastasósu með tómötum & mascarpone. Dreyfið niðurbituðum mozzarellaosti (eða gratínosti yfir) og bakið við 220gr. í 10-12 mínútur. Djúpsteikið frönsku kartöflurnar í millitíðinni, þannig að steikingartíminn stemmi við lok bökunartíma pizzunnar. Veiðið kartöflurnar upp með fiskispaða og látið mestu olíu drjúpa af þeim á eldhúspappír. Dreyfið frönsku kartöflunum jafnt yfir pizzuna, skerið pizzuna í sneiðar og berið fram.

Innihald

  • 1 pizzadeigkúla
  • 1/2 krús Saclà sugo pastasósa með tómötum & chilli eða tómötum og mascarpone
  • 2 mozzarellaostkúlur eða 1 bolli rifinn gratínostur
  • 2-3 handfylli frosnar franskar kartöflur
  • vænt magn af olíu til að steikja frönsku kartöflur upp úr