Pasta með kartöflum, skalotlauk og basilpestó

20 mínútur / 2 Fyrir: 

Saxið skalottlauk fínt niður og yljið í heitri jómfrúrólífuolíunni á pönnu. Blandið söxuðu rósmaríni og tímían (eða blóðbergi saman við) og yljið við vægan hita í skamma stund þar til laukurinn er mjúkur. Setjið til hliðar. Afhýðið kartöflur og skerið í litla bita. Skellið kartöflunum saman við á pönnu og hitið. Bætið 10 ml af vatni saman við á pönnu og sjóðið kartöflurnar í ca. 20 mínútur eða þar til soðnar. Látið vatn gufa upp inn á milli og bætið við í smá skömmtum þar til kartöflurnar eru soðnar. Sjóðið pasta í léttsöltu vatni (notið gróft salt og setjið út við suðu) eftir leiðibeiningum á pakka, eða þar til “al dente”, ekki of soðið og veitir viðnám við tennur. Sigtið pastað og bætið því saman við kartöflur á pönnu, hrærið vænni msk af basil- eða Sun dried tomato pestó saman við og dreifið söxuðum Saclà sólþurrkuðu tómötunum yfir ásamt niðurrifnum basillaufunum. Smakkið til með salti & nýmöluðum pipar ef vill. Berið fram.

*Prófið uppskriftina einnig með Saclà Wild Garlic pestó

Innihald

  • 250 g stutt pasta, t.d. penne De Cecco
  • 4 miðlungs stórar kartöflur
  • 1 væn msk Saclà basil pestó
  • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar (sun dried tomatoes)
  • 1 msk saxaö ferskt rósmarín
  • 1 msk saxað ferskt tímíatn eða blóðberg
  • dreitill jómfrúrólífuolía
  • salt & nýmalaður pipar
  • 1 lítill skalotlaukur
  • nokkur fersk basillauf