Pasta með pestó og kokteiltómötum

20 mínútur / 2 Fyrir: 
Pasta með pestó og kokteiltómötum

Undirbúningur

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Sigtið og blandið og skellið aftur út í pott og blandið pestó saman við ásamt helminguðum kokteiltómötunum. Sáldrið parmesanosti yfir og berið fram.

Innihald

  • 250g spaghetti, De Cecco tagliatelle eða stutt pasta að vild, t.d. penne
  • 1 krús Saclà klassískt basilpestó
  • 2 handfyllir kokteiltómatar
  • drífa af nýrifnum parmesanosti ef vill