Pasta með Sun dried tomato pesto, zucchini og maís

30 mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Hitið jómfrúrólífuolíu á pönnu og yljið hvítlauk og zucchini í henni í nokkrar mínútur. Sjóðið pastað í millitíðinni “al dente” eftir leiðbeiningum á pakka í léttsöltuðu vatni (notið gróft salt og saltið um leið og suða kemur upp). Smellið maís og Saclà Sun dried tomato pesto út á pönnu saman við zucchini og yljið skamma stund þar til hitað í gegn. Sigtið pastað og deilið á 4 upphitaða diska. Dreyfið möndlum og parmesan yfir og þar næst niðursöxuðum  laufunum. Smakkið til með salti & pipar og berið fram.

Innihald

 • 400g linguine eða spaghetti De Cecco
 • 6 msk Saclà Sun dried tomato pesto tómatapestó
 • 15 fersk basillauf
 • 1 msk fersk steinselja, söxuð
 • nokkur niðurrifin fersk basillauf
 • salt á hnífsoddi
 • 1/2 bolli hakkaðar möndlur með hýði
 • 1/4 tsk svartur pipar
 • 6 msk jómfrúrólífuolía
 • 1 zucchini, gróft niðurrifið
 • 1 bolli maís
 • 4 msk nýrifinn parmesanostur (má sleppa)
 • 1 msk sellerílauf, niðursöxuð
 • 1 marinn hvítlauksgeiri