Penne með pestó, brokkolí, ricotta og sólþurrkuðum tómötum

20 mínútur / 4 Fyrir: 
Penne með pestó, brokkolí, ricotta og sólþurrkuðum tómötum

Undirbúningur

Sjóðið brokkolístönglana í sjóðandi léttsöltu vatni þar til stökkir „al dente“ (nokkrar mínútur, skulu ekki verða of mjúkir). Leggið til hliðar. Sjóðið pasta í vænu magni af léttsöltuðu vatni (notið gróft salt, ca. 10g fyrir hvern lítra). Sigtið og skellið aftur í pott ásamt niðurbituðu brokkolí, pestó, niðurbituðum tómötunum (olía síuð frá) og ricottaostinum. Smellið á 4 diska og rífið parmesanost yfir að vild og smakkið til með nýmöluðum pipar og dreitil af jómfrúrólífuolíu (ef vill).

Innihald

  • 1 krús Saclà basilpestó
  • 400 g De Cecco penne
  • 1 miðlungs vöndur brokkolí
  • 1 askja ricottaostur eða nokkrar msk ferskur rjómaostur
  • 1/2 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
  • nýmalaður pipar e. smekk
  • dreitill jómfrúrólífuolía ef vill