Pestómarinering fyrir kjúkling og risarækjur

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Pestómarinering fyrir kjúkling og risarækjur

Undirbúningur

Blandið öllu hráefni saman í skál. Marinerið kjúklingabringurnar í kryddleginum í a.m.k. hálftíma (þeim mun lengur því betra). Ef marineringin er notuð fyrir risarækjur eða humar, látið þær þá marinerast í styttri tíma, því rækjurnar „matreiðast“ við það að liggja í sítrónu og það breytir áferð þeirra. Grillið kjúklingabringurnar/rækjurnar á báðum hliðum þar til eldaðar og penslið með kryddleginum á meðan á grillun stendur. Berið kjúklinginn fram e.t.v. með ofnbökuðum kartöflubitum og salati og rækjurnar með blönduðu salati og brauði, eins er hægt að þræða rækjurnar uppá grillspjót og setja e.t.v. kokteiltómata inn á milli.
Kryddlögurinn hentar vel fyrir kjúklingabringur, risarækjur sem og þéttan fisk. 1 bolli af marineringu nægir fyrir 4 beinlausar kjúklingabringur eða 10-15 risarækjur.

Innihald

  • 1/2 bolli jómfrúrólífuolía
  • 1/4 bolli Saclà klassískt basilpestó eða Roasted garlic pestó
  • 1/4 bolli sítrónusafi
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • nýmalaður pipar