Pottbrauð með hvítlauk og chilli

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Pottbrauð með hvítlauk og chilli

Undirbúningur

Blandið hveiti, sykri, þurrgeri, hvítlauk og chillipipar saman í skál og blandið því næst vatni saman við og að því búnu olíudreitil.Hrærið deigið vel saman með gaffli þar til úr verður jöfn og kekkjalaus deigkúla. Sáldrið smá hveiti yfir deigkúluna og þekið með plastfilmu og síðan með loki og látið deigið hefast í einn og hálfan til tvo tíma á gustlausum hlýjum stað (nákvæmur tími fer eftir hitastigi). Setjið kringlótta leirskál eða mót sem baka á brauðið í inn í ofn og hitið i 200°. Skálin skar vera með loki og hitið það einnig. Þegar b0kunarhitastiginu er náð, takið þá mót úr ofni, sáldrið yfir það hveiti eða klæði með bökunarpappír og komið deigkúlunni fyrir í mótinu með hjálp sleifar. Klippið nokkrar raufar með skærum í deigið ef vill. Bakið brauðið undir loki í ca. 10 mínútur og fjarlægið þá lok og bakið áfram þar til brauðkúlan er fallega gyllt og stökk. Til að ganga úr skugga um að brauðið sé bakað, bankið þá létt í skorpuna og ef hljóðið gefur til kynna að deigkúlan sé full, þá þarf brauðið aðeins meiri bökun, ef hljóðið gefur til kynna að brauðkúlan sé tóm, þá er brauðið bakað. Kælið brauðið í forminu, en færið það upp á bökunargrind ef bökunarpappírsleiðin hefur verið valin. Gott er að bera brauðið fram með smátt söxuðum vel þroskuðum tómatabitum, Saclà sólþurrkuðum tómötum (söxuðum) eða Saclà Bruschettina tómatamyrju með Chilli eða Tómötum & Basil og dreypa jómfrúrólífuolíu yfir eða Saclà jómfrúrólífuolíu með chilli eða hvítlauk, eða dreypa einfaldlega dreitil af oliu yfir sneiðar. Ef vill má léttrista hverja sneið og nudda smá bita af ferskum hvítlauk inn í hverja sneið og raða svo tómatabitunum ofan á og dreypa olíu yfir, líkt og er gert þegar brúskettur eru framreiddar.
*sem tilbrigði við uppskrift, má vel hugsa sér að bæta handfylli af smátt söxuðum Saclà sólþurrkuðum tómötum saman við deigið.

Innihald

 • 250 g hveiti
 • 2 tsk þurrger (3.6g)
 • 1 tsk sykur
 • 1 tsk sykur
 • 240 ml vatn við stofuhita
 • 1 msk jómfrúrólífuolía
 • 1/2-1 tsk þurrkaður hvítlaukur (e. smekk)
 • 2 tsk (eða meira, fer eftir smekk) þurrkaður
 • chillipipar
 • dreitill af Saclà jómfrúrólífuolíu með Chilli eða
 • hvítlauk