Rauðsprettuborgari með bruschettina og grænmetissalsa

10 mínútur / 2 Fyrir: 
Rauðsprettuborgari með bruschettina og grænmetissalsa

Undirbúningur

Veltið rauðsprettuflökunum uppúr léttþeyttu og léttsöltuðu egginu og þar næst upp úr ferskum brauðsraspinum. Steikið flök í blandi af smjöri og jómfrúrólífuolíu á pönnu við miðlungs hita (eða smjöri eða olíu) í örfáar mínútur eða þar til sneiðranar eru steiktar í gegn og léttgylltar. Kreistið því næst sítrónusafa yifr sneiðar. Smakkið til með nýmöluðum pipar ef vill.
Skerið hamborgarabrauðin í tvennt og smyrjið með Saclà Bruschettina-maukinu, leggið steikt rauðsprettuflökin ofan á og dreyfið niðurbituðum agúrkum og tómötum ofan á. Dreypið ögn af jómfrúrólífuolíu yfir grænmetið ot smakkið til með salti. Smellið efri brauðhelmingum ofan á og berið fram.

Innihald

 • 1 krús Saclà bruschetta tómatamauk með chilli
 • 1 bolli bland af smátt niðurbituðum agúrkum og
 • tómötum
 • 1 egg
 • 2 rauðsprettuflök í smærra lagi eða 1 stærra
 • skorið í tvennt (flökin skulu á nokkra cm. út fyrir brauðið)
 • nokkrar msk ferskt brauðrasp
 • dreitill af jómfrúrólífu og væn smjörklípa til að
 • steikja upp úr og að auki smádreitill
 • jómfrúrólífuolía til dreypa yfir tómata- og
 • agúrkusalsa
 • salt & nýmalaður pipar
 • sai úr 2 sítrónubátum