Rauðspretturúllur með basil-villihvítlaukspestó

30 mínútur / 4 Fyrir: 
Rauðspretturúllur með basil-villihvítlaukspestó

Undirbúningur

Leggið fiskflök á bretti (skinnlausa hlið upp) og smyrjið með basil-villihvítlaukspestó. Skerið zucchini í þunnar stneiðar eftir endilöngu með kartöfluskerara og leggið tvær zucchinisneiðar ofan á hvert fiskflak. Rúllið flökunum upp frá mjórri enda og festið varlega með tannstöngli til að haldist saman. Leggið flökin í eldfast mót og kryddið með salti & pipar og dreypið sítrónusafablandaðri jómfrúrólífuolíu yfir í lokin. Bakið við 190°í 15-20 mínútur. Berið fram t.d. með hrísgrjónum og/eða gufusoðnu grænmeti (t.d. strengjabaunum og brokkolí).

Innihald

  • 4 x 170g rauðsprettuflök
  • 2 zucchini (kúrbítur)
  • 1 krús Saclà pestó með villihvítlauk (Wild garlic)
  • dreitill af ólífuolíu
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • salt & nýmalaður pipar