Ríkulegt salat með hráskinku, eggjum og osti

10 mínútur / 2 Fyrir: 

Undirbúningur

Harðsjóðið tvö egg, kælið og fjarlægið skurn. Saxið niður salat, deilið í tvennt og komið fyrir í miðju á tveimur diskum ásamt niðurrifinni gulrót. Raðið hráskinku- og ostsneiðum í kring ásamt berjunum. Komið 1/2 tsk af Saclà sun-dried tomato pestó fyrir ofan á ostneiðum. Skreytið með kokteiltómötum. Smakkið til með salti & pipar og dreypið jómfrúrólífuolíu yfir að vild og e.t.v. smádreitil af balsamikediki eða sítrónusafa.

Innihald

  • 10 hráskinkusneiðar
  • 2 egg
  • 8-10 ostsneiðar af mildum osti
  • ca. 2 msk Saclà sundried tomato pesto
  • 2 handfylli blandað salat
  • 2 kokteiltómatardreitill jómfrúrólífuolía
  • dreitill balsamikedik eða sítrónusafi
  • salt & pipar
  • handfylli af brómberjum eða jarðarberjum
  • 1 niðurrifin gulrót