Risarækju spaghetti með pestó

mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Það tók innan við tuttugu mínútur að útbúa þessa snilldarmáltíð og mikið sem hún var ljúffeng! Kóríander pestóið er svo ferskt og gott og passaði ótrúlega vel með þessum rétti svo ég mæli 100% með að þið prófið.

Ég elska allt sem er fljótlegt á virkum dögum og þessi réttur verður klárlega útbúinn aftur fljótlega. Síðan myndi hann einnig sóma sér vel í helgarmatinn því risarækjur eru alltaf smá svona fansí að mínu mati.

 1. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Steikið á meðan hvítlaukinn við vægan hita upp úr ólífuolíu ásamt rækjunum, saltið og piprið eftir smekk.
 3. Látið vatnið renna vel af spaghettíinu og hellið því þá saman við rækjurnar á pönnunni og hrærið kóríanderpestó vel saman við.
 4. Berið fram með góðu brauði, stráið furuhnetum, basilíku og rífið parmesan ost yfir.

Kóríanderpestóið er ferskt og gott og passar vel með pastaréttum.

Innihald

 • 400 g spaghetti
 • 500 g risarækjur
 • 5 msk. kóríanderpestó frá Sacla
 • 2 rifin hvítlauksrif
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar
 • Ristaðar furuhnetur
 • Parmesan ostur
 • Fersk basilíka