Riso-brúsketta með þistilhjörtum

5 mínútur / Fyrir: 
Riso-brúsketta með þistilhjörtum

Undirbúningur

Hitið skalotlaukinn yfir vægum hita í víðum potti. Síið olíu frá þistilhjörtum, skerið smátt niður og bætið saman við. Hækkið hitann og látið malla áfram í smástund. Bætið 1-2 ausum af grænmetiskrafti út í pott ásamt 1 tsk af steinselju og léttsaltið og piprið og látið malla áfram í ca. 8 mínútur við miðlungs hita undir loki. Ef blandan þornar upp í millitiíðinni, bætið þá smá soði út í pott, Að þessu loknu takið þá lok af potti og látið mesta vökvann gufa upp og ristið hrísgrjónin í 1 mínútu. og bætið því næst víninu út í og hækkið hitann. Látið vínið gufa upp. Bætið 3-4 ausum af grænmetiskrafti út í pott og sjóðið risottóið í ca. 15 mínútur. Bætið restinni af kraftinum saman við í smá skömmtum. Látið mesta soð gufa upp inn á milli áður en meira soði er bætt saman við. Þegar hrísgrjónin eru soðin (al dente, meyr en skulu veita viðnám við tennur), bætið þá parmsanosti saman við. Risottóið skal vera frekar þurrt en kremmkennt. Útbúið klatta og steikið í smjörinu við miðlungs hita þar til léttgylltar og stökkar á báðum hliðum. Látið mestu fitu drjúpa af á eldhúspappír. Leggið á stóran disk og dreyfið söxuðum kokteiltómötum, rauðlauk og rest af steinselju yfir. Berið fram.

Innihald

 • 1 krús Saclà þistilhjörtu (artichokes)
 • 1 sítróna
 • 2 msk söxuð steinselja
 • 1 lítri grænmetiskraftur
 • 1 skalotlaukur
 • 2 msk jómfrúrólífuolía
 • salt
 • 160g arborio eða carnaroli hrísgjón
 • 50ml hvítvín
 • 20g nýrifinn parmesanostur
 • nýmalaður pipar
 • 1 askja kokteiltómatar, stormir í tvennt
 • 1/2 lítill rauðlaukur, fínt saxaður