Ristaðar brauðsneiðar með ferskum rjómaosti, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Ristaðar brauðsneiðar með ferskum rjómaosti, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Undirbúningur

Ristið brauðsneiðar þar til léttgylltar. Nuddið hvítlauk inn í sneiðarnar og smyrjið rjómaostinum ofan á. Gott er að saxa smá basil saman við ostinn. Smakkið til með salti og pipar. Skerið Saclà sólþurrkaða tómata í bita og leggið ofan á ásamt svörtum ólífusneiðum. Berið fram. Gott er að dreypa örlitlum dreitil af balsamikediki yfir.

Innihald

  • 4 brauðsneiðar
  • 5-6 msk rjómaostur
  • nokkrar svartar steinlausar ólífur, skornar í sneiðar
  • 1 hvítlauksgeiri
  • salt og pipar
  • nokkur niðursöxuð basillauf
  • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar