Rómantískur ítalskur antipasto

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Antipasto Romantico Italiano

Undirbúningur

Síið umfram vökva frá þistilhjörtum, paprikum, tómötum. Veltið þistilhjörtum upp úr steinselju.
Skerið foccacciabrauðið í hjartalaga form ca. 20cm á lengd og leggið á bakka. Smyrjið með pestó og komið antipasto grænmetinu fyrir ofan á focaccia-sneiðinni í litríkum röðum. Skreytið með nokkrurm ferskum basilíkulaufum og berið fram af ástríðu!
Hleyptu yl inn í húsið með því að bera fram þessa glæsilegu hjartalaga focaccia ásamt antipasto grænmeti og glasi af svölu og stökku hvítvíni.
Innblásturinn að þessum ljúfa rétti er sóttur til hinnar frumlegu vörulínu Saclà sem inniheldur ósvikna antipastismárétti. Hér fara saman mögnuð ítölsk bragðgæði og ástríða þín, sem í sameiningu munu ögra og tæla bragðlauka þína.

Innihald

  • 1/2 krús af Saclà Artichokes (þistilhjörtu)
  • 1 krús af Saclà Char-grilled Capsicums (paprikur)
  • 1 krús af of Saclà Oven roasted tómötum með ólífum
  • handfylli Saclà Bella di Cerignola ólífur
  • 200g foccacciabrauð
  • 4 tsk Saclà Pesto alla Genovese pestó
  • Lítið búnt af ferskri basilíku
  • nokkur lauf gróft söxuð flatlaufa steinselja