Saltfisksalat með kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

20 mínútur / 2 Fyrir: 
Saltfisksalat með kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Undirbúningur

Sjóðið kartöflurnar í vænu magni af vatni, skrælið og skerið í bita. Sjóðið saltfiskinn í ca. 10 mín. við vægan hita og gætið þess að ofsjóða hann ekki. Leysið fiskflökin varlega upp í munnbitastóra bita. Síið olíuna frá sólþurrkuðu tómötunum og blandið fiski, kartöflum, sólþurrkuðum tómötum og ólífum saman í skál. Smakkið til með salti og pipar og dreypið ólífuolíu yfir. Dreyfið saxaðri steinseljunni yfir salatið og berið salatið fram volgt.

Innihald

  • 300 g útvötnuð saltfiskfillet (hnakkastykki)
  • 4 meðalstórar kartöflur
  • 1 krús Saclà sólþurrkaðir tómatar
  • handfylli grænar steinlausar ólífur
  • dreitill af jómfrúrólífuolíu eða Saclà
  • jómfrúrólífuolíu með hvítlauk
  • 1 msk söxuð steinsleja
  • salt og pipar