Samloka með hráskinku, rúkola og rauðu pestó

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Samloka með hráskinku, rúkola og rauðu pestó

Undirbúningur

Skerið smábrauðin í tvennt og smyrjið neðri brauðhelmingana með Saclà Organic tómatpestó, komið smá búnti af rúkolasalati (klettakáli) fyrir ofan á. Raðið mozzarella- og tómatasneiðum ofan á og þar næst hráskinkusneiðum. Smellið efri brauðhelmingum ofan á og berið fram. Frábærar hádegissamlokur. Eins má útfæra uppskriftina og nota enn minni brauð og nota þá litlar mozzarellakúlur og kokteiltómata og bera fram sem brauðsnittur.

Innihald

  • 2 kringlótt smábrauð að eigin vali, skorin í tvennt eftir endilöngu
  • 2 msk Saclà Organic tómatpestó
  • handfylli rúkolasalat
  • 1 tómatur, fínt niðursneiddur
  • 1 mozzarellaostkúla, fínt niðursneidd
  • 4-6 hrlaskinkusneiðar