Silungsflök með möndlum, lime og chillikartöflum

45 mínútur / 2 Fyrir: 
Silungsflök með möndlum, lime og chillikartöflum

Undirbúningur

Skrælið kartöflurnar og skerið í aflanga báta og skellið þeim í ílát með vatni. Látið suðu koma upp á vatni í potti og sjóðið kartöflurnar örfáar mínútur. Komið kartöflunum því næst fyrir í fati og kryddið eftir smekk með salti og pipar og e.t.v. örlítið af karrý og makið mátulegu magni af olíu utan um kartöflurnar. Leggið bökunarpappír í bökunarform og smyrjið létt með jómfrúrólífuolíu. Skellið hvítlauksgeirunum saman við með hýðinu. Bakið við 200 gr í 20 mínútur og snúið kartöflunum og bakið áfram í ca. 20 mínútur. Dreypið smádreitil af Saclà jómfúrólífuolíu með chilli yfir og skellið svo kartöflunum 5 mínútur undir grill til að þær verði fallega gylltar og stökkar. Á meðan kartöflurnar grillast síðustu mínúturnar, veltið þá silungsflökunum uppúr kryddblönduðu hveitinu og steikið í smjörinu skamma stund, snúið einu sinni. Léttristið mönduflögurnar á annarri pönnu (má einnig bera fram óristaðar). Leggið silungsflökin á diska og berið kartöflurnar fram með og e,t.v. blandað ferskt salat. Leggið lime-bátana ofan á fisk og berið fram.

Innihald

  • 1kg kartöflur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • vænn dreitill jómfrúrólífuolía
  • salt og nýmalaður pipar
  • 2 væn silungsflök
  • handfylli möndluflögur
  • smá hveiti til að velta fiski uppúr
  • salt & smábiti af rifnum engifer e. smekk
  • væn smjörklípa til að steikja fisk uppúr
  • 1 lime, skorinn í litla bita