Smákexsnittur með pestó, mozzarella og kokteiltómötum

5 mínútur / 4 Fyrir: 
Smákexsnittur með pestó, mozzarella og kokteiltómötum

Undirbúningur

Skerið mozzarellaostkúlu í þunnar sneiðar og leggið eina ostsneið ofan á hverja kexköku. Komið ca. 1/3 tsk af Saclà basilpestó fyrir í miðju kexköku og þrýstið kokteiltómatasneið þar ofan á. Komið snittunum fyrir á stórum disk eða litlum bakka og skreytið með ferskum basillaufum.

Innihald

  • 10-12 smákex (e.t.v. með chillibragði)
  • 1 mozzarella ostkúla
  • nokkrar tsk Saclà basilpestó í skvísu eða krús
  • nokkrir kokteiltómatar, niðursneiddir
  • nokkur fersk basillauf til skrauts