Smjörsteiktar samlokur með kjúklingasalati

15 mínútur / 2 Fyrir: 
Smjörsteiktar samlokur með kjúklingasalati

Undirbúningur

Smyrjið aðra hlið brauðsneiðanna með smjörinu. Hitið jómfrúrólífuolíu á pönnu og steikið zucchinistrimlana í nokkrar mínútur við miðlungshita í olíunni. Blandið zucchini- og kjúklingatstrimlum saman í skál ásamt niðursneiddum ólífum og maís. Blandið Saclà þistilhjartatapenade saman við og smakkið til með salti & sítrónupipar (eða venjulegum pipar). Steikið smjörsmurðu hliðar brauðsneiðanna á pönnu í smástund þar til sneiðarnar eru léttgylltar. Komið rifnum ostinum og kjúklingasalatinu fyrir ofan á smjörlausu hlið tveggja sneiða og lokið með hinum tveimur brauðsneiðum (smjörhlið upp). Smellið samlokunum inn í 180° heitan ofn í nokkrar mínútur og bakið þar til osturinn er bráðinn. Eins má skella samlokunum beint í flatt klemmugrill og grilla þar til osturinn er bráðinn (sleppið þá að steikja sneiðar fyrst á pönnu). Þriðja aðferðin er að steikja samlokurnar á pönnu.

Innihald

  • 4 vænar brauðsneiðar að smekk (t.d. ítalskt sveitabrauð eða annað skorpumikið brauð)
  • 2-3 msk smjör
  • dreitill jómfrúrólífuolía
  • 1/4 grillaður kjúklingur (sniðugt að nota afganga), tættur niður í strimla
  • 10 svartar steinlausar ólífur, niðursneiddar
  • 1/2 zucchini, rifið niður gróft með rifjárni
  • 1/2 bolli maískorn, safi síaður frá
  • 3 msk Saclà tapenade með þistilhjörtum
  • salt og sítrónupipar
  • 1 bolli niðurrifinn ostur, t.d. blanda af gouda, cheddar og mozzarella eða gratínostblanda