Spaghetti “al cartoccio”

20 mínútur / 4 Fyrir: 

Undirbúningur

Afhýðið hvítlauksgeira og hitið í olíunni á pönnu við miðlungs hita. Pressið hvítlaukinn örlítið til að ná úr honum mesta safa. Veiðið hvítlauksgeirann upp úr olíu. Klippið lúxusbeikon í þunna strimla og ristið skamma stund í olíunni (þar til stökkir) ásamt steinseljunni og þurrkuðum chilliflögum. Leggið til hliðar á eldhúspappír og látið mestu fitu drjúpa af. Sjóðið pasta í léttsöltu vatni (notið gróft salt og saltið þegar suða kemur upp). Sjóðið pastað ca. 3 mínútur skemur en uppgefinn suðutími er, því eldunin heldur áfram í ofni. Skellið Saclà pastasauce & roasted garlic pastasósu út á pönnuna sem beikonið og hvítlaukur voru steikt á og hitið í gegn. Sigtið pasta og blandið saman við sósu á pönnu. Komið pastanu fyrir á fjórum vænum bökunarpappírblöðum, dreyfið beikonstrimlum og gróft niðurtættum basillaufum yfir og lokið bögglum. Bakið í ca. 10 mínútur við 180gr. Leggið pappírsbögglana beint á 4 diska og hver opnar svo sinn ilmandi böggul. Smakkið til með svörtum pipar ef vill.

Undirbúningur

Innihald

  • 500g spaghetti De Cecco
  • 1 krús Saclà pasta sauce with roasted garlic
  • 1-2 msk jómfrúrólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 pakki lúxusbeikon
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • 1 msk söxuð steinselja
  • nýmalaður pipar e. smekk
  • handfylli fersk basillauf