Spaghetti með chillitómat- og beikonsósu

40 mínútur / 4 Fyrir: 
Spaghetti með chillitómat- og beikonsósu

Undirbúningur

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakka „al dente“ í vænu magni af léttsöltuðu vatni (notið gróft salt, ca. 10 g á hvern lítra). SKerið beikon í grófa bita í millitíðinni og steikið í dreitil af jómfrúrólífuolíu ásamt mörðum hvítlauksgeiranum. Leggið á eldhúspappír og látið mestu fitu drjúpa af sneiðum. Sigtið pasta og skellið aftur í pott. Blandið beikonsneiðunum saman við, sáldrið drífu af nýrifnum parmesanosti yfir, skreytið með 1-2 basillaufum og berið fram.

Innihald

  • 1 pakki lúxusbeikon
  • 250g spaghetti (t.d. De Cecco)
  • 1 hvítlauksgeiri
  • smádreitill jómfrúrólífuolía
  • 2-3 msk nýrifinn parmesanostur eða Grana Padano
  • 3-4 fersk basillauf