Spaghetti með risarækjum og heilum kirsuberjatómötum

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

 1. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Steikið á meðan rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar á litinn, kryddið með salti og pipar.
 3. Takið rækjurnar af pönnunni og færið yfir á disk, setjið smjörið á og steikið hvítlaukinn stutta stund.
 4. Næst má hella pastasósunni á pönnuna og hita hana upp og síðan setja bæði spaghetti og rækjur saman við og blanda saman.
 5. Þegar spaghetti er komið á diska má rífa parmesan ost yfir og skreyta með ferskri basilíku.

Innihald

 • 500 g spaghetti
 • 700 g risarækjur/tígrisrækjur
 • 2 hvítlauksrif (rifin
 • 1 krukka Sacla Whole Cherry Tomato pastasósa
 • Ólífuolía
 • 1 msk. smjör
 • Salt og pipar
 • Basilíka
 • Parmesan