Steiktar kartöfluskífur með grilluðum þistilhjörtum

15 mínútur / 2 Fyrir: 
Seasoned artichokes and potato chips

Undirbúningur

Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og djúpsteikið í heitri olíu á pönnu sem ekki festist við þar til léttgylltar og stökkar. Leggið á eldhúspappír og þerrið af mestu olíu. Komið kartöflunum fyrir á tveimur diskum og smakkið til með salti. Síið olíu frá þistilhjörtum og raðið þeim ofan á kartöflurnar. Dreypið smádreitil af balsamikediki út á og dreyfið parmesan-, grana eða pecorinoosti yfir að vild. Berið fram sem meðlæti eða smárétt. Glas af Suður-ítölsku víni fer vel með réttinum, t.d. Falanghina eða Greco di Tufo.

Innihald

  • 2 stórar kartöflur
  • 1 krús Saclà viðarkolgriluð (char-grilled) þistilhjörtu, eða venjuleg olíulegin þistilhjörtu
  • 1-2 bollar jómfrúrólífuolía (eða önnur uppáhaldsolía) til steikingar
  • 1 msk parmesan- eða granaostur (pecorinoostur fer einnig vel)
  • salt e smekk
  • smádreitill balsamikedik