Sumarleg pestósúpa með grænmetisgnótt og rjóma

25 mínútur / 6 Fyrir: 
Sumarleg pestósúpa með grænmetisgnótt og rjóma

Undirbúningur

Hitið olíu í meðalstórum potti og mýkið hvítlauk og lauk í olíunni í 3-4 mínútur. Bætið kartöflum, vorlauk og sellerí (allt grænmeti skal skorið í munnbitastóra bita) út í pott og hitið áfram í 2-3 mínútur. Bætið því næst niðurbitu zucchini, aspasstönglum og grænum baunum út í pott. Hellið heitu soðinu út í pott og látið suðu koma upp og lækkið svo hitann. Látið malla við vægan hita í 8-10 mínútur eða þar til grænmetið er soðið en ennþá stinnt. Bætið þá rjóma og klassísku basilpestó saman við súpuna. Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar. Hitið áfram augnablik og berið fram með uppáhalds brauðinu.

Innihald

 • 1 laukur, gróft hakkaður
 • 225g vorlaukur
 • 3 sellerístönglar
 • 225g kartöflur
 • 150g zucchini
 • 125g ferskur aspas
 • 125g grænar baunir
 • 2 msk jómfrúrólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 1/2 lítri grænmetis- eða kjúklingakraftur
 • 150 ml rjómi
 • 3 msk Saclà basilpestó
 • sjávarsalt
 • svartur pipar