Tagliatelle með rauðu pestó, kjúklingabitum og aspas

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Tagliatelle með rauðu pestó, kjúklingabitum og aspas

Undirbúningur

Sjóðið aspasstönglana (hálffyllið pott með vatni) í léttsöltu vatni við miðlungs hita í 10-15 mínútur (fer eftir þykkt stönglanna). Þeir skulu vera soðnir en stinnir). Leggið til hliðar. (Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka í vænu magni af léttsöltu vatni (notið gróft salt og saltið um leið og suðan kemur upp áður en pastað er setti út í vatn). Sjóðið pastað „al dente“. Skerið kjúklingabringur í þunna strimla og yljið í nokkrar mínútur í heitri olíunni þar til steiktir. Rífið ef vill smá engifer saman við. Smakkið til með salti og pipar. Skerið tómatana í helminga. Sigtið pastað og skellið því saman við kjúklingastrimla á pönnu og blandið rauða pestóinu saman við. Skerið aspasstönglana í bita og blandið saman við (skreytið með aspastoppunum. Komið fyrir á upphituðum diskum, rífið parmesanost yfir ef vill.

Innihald

  • 1 krús Saclà rautt pestó venjulegt eða organic
  • 500 g De Cecco tagliatelle
  • 2 vænar kjúklingabringur
  • 1-2 cm fínt niðurrifinn engifer (má sleppa)
  • 1 búnt grænn aspas (ca. 250g)
  • dreitill jómfrúrólífuolía til að steikja upp úr
  • salt & nýmalaður pipar
  • væn drífa niðurrifinn parmesanostur (má sleppa)