Þorskasteik með suðrænum blæ

30 mínútur / 4 Fyrir: 
Þorskasteik með suðrænum blæ

Undirbúningur

Forhitið ofn í 200°C. Klæðið bökunarplötu með smurðum bökunarpappír og leggið þorskasteikur ofan á. Smyrjið sneiðarnar með Saclà Tomato & Garlic Stir Through. Hrærið saman brauðraspi, sítrónuberki, jurtum og ef eitthvað er eftir af sósunni og smyrjið blöndunni ofan á þorskbitana og pressið blönduna létt niður. Bakið í 15-20 mín., eða þar til fiskurinn er mátulega bakaður. Berið fram t.d. með blönduðu fersku salati.

Innihald

  • 4 þykkar þorsksteikur (þorskhnakkar)
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 4 msk. Saclà Tomato & Garlic Stir Through
  • 75 g ferskt brauðrasp
  • fínt rifinn börkur af lífrænni sítrónu
  • 3 msk. af blönduðum ferskum kryddjurtum (s.s. dill, majóram, óriganó og rósmarín)