Undirbúningur
Fletjið pizzadeigkúlu út á létt hveitibornu borði i ferkantaða þunna köku ( á stærð við bökunarplötu). Smyrjið pizzubotninn með Saclà Organic Basil pestósósu og raðið því næst niðurbituðum Saclà Oven Roasted tómötum og mozzarellasneiðum yfir. Dreyfið ólífum yfir og smakkið til með dálitlu salti og nýmöluðum pipar og e.t.v. þurrkuðum blönduðum kryddjurtum. Bakið pizzuna í ca. 12 mínútur eða þar til hún er léttgyllt og osturinn bráðinn. Skreytið með niðurtættum basil- og rúkolablöðum.