Tómata-pestóbaka

30 mínútur / 6 Fyrir: 

Undirbúningur

Afþýðið deigið og fletjið út í ferkantaða köku (15x25cm), eða fletjið út heimatilbúið smjördeig. Án þess að skera niður úr böku, skerið út ca. 1 cm kant á deigi sem aðskilur frá fyllingu. Penslið kantinn með léttpískuðu egginu. Penslið því næst bökuna (ekki kant) með pestóinu, skerið kokteiltómatana til helminga og raðið yfir. Stráið rósmaríni, tímían, óreganó og niðursöxuðum vorlauknum yfir og þar næst rifnum parmesanostinum. Dreifið að lokum niðurrifnum ferskum basillaufum yfir og dreypið dreitil af jómfrúrólífuolíu yfir. Bakið við 250gr í 20 mínútur, eða þar til bakan er létt gyllt á yfirborðinu og bökuð í gegn.

Innihald

  • 250g tilbúið smjördeig eða heimatilbúið
  • 2-3 vænar msk Saclà basilpestó
  • 1 eggjarauða til að pensla með bökukant
  • 2/3 bolli kokteiltómatar, skornir í tvennt
  • lauf af einni ferskri rósmaríngrein, smátt söxuð
  • lauf af 1-2 ferskri tímían eða blóðbergsgrein
  • 2 fínt niðursneiddir vorlaukar (hvíti hluti)
  • 2 msk niðrrifinn parmesanostur
  • 3-4 væn basillauf, niðurrifin
  • jómfrúrólífuolíudreitill