Tómatabaka með geitaosti

15 mínútur / 4 Fyrir: 
Tómatabaka með geitaosti

Undirbúningur

Afþýðið smjördeigið og fletjið út í kringlótta þunna köku og leggið á bökunarpappír í hringlaga bökuformi eða rúllið út tilbúnu upprúlluðu smjördeigi. Hrærið egginu saman við sinnep og kryddjurtir og smakkið til með salti & pipar. Skerið fersku tómatana í sneiðar og Saclà Oven Roasted tómatana í tvennt. Hellið eggjablöndunni í deigskelina og raðið tómötunum á víxl ofan á. Myljið því næst geitostinn yfir og bakið í 20-25 mínútur við 180gr. eða þar til bakan er léttgyllt á yfirborðinu og stökk. Dreypið smádreitil af jómfrúrólífuoolíu yfir og berið fram e.t.v. með fersku salati með dressingu með jómfrúrólífuolíu og smádreitil af balsamikediki.

Innihald

 • 250g frosið smjördeig eða upprúllað tilbúið
 • smjördeig
 • 1 krús Saclà Oven Roasted tómatar með ólífum eða hvítlauk & kapers
 • 3-4 plómutómatar, venjulegir tómatar eða 10
 • kokteiltómatar
 • 1 egg 1 tsk Dijon sinnep
 • 2 msk saxaðar blandaðar kryddjurtir (blóðberg eða tímían, graslaukur, kerfill)
 • salt & pipar e. smekk
 • 5-6 sneiðar hálfþroskaður geitaostur eða nokkrar
 • msk ferskur geitaostur
 • dreitill jómfrúrólífuolía