Tortilla smápizzur

15 mínútur / 6 Fyrir: 

Skerið út 10 kringlóttar litlar kökur með með hringlaga móti eða glasi og leggið á bökunarplötu. Penslið kökurnar með þunnu lagi af Saclà  sugo pastasósu með Tomato & roasted garlic eða tomato & chilli. Leggið pepperonipylsusneið (eða spægipylsu) ofan á hverja sneið og dreyfið mozzarellaostbitunum yfir. Bakið við 180gr. í ca. 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn. Skreytið e.t.v. með nokkrum ferskum niðurrifnum óriganó- eða basillaufum. Berið pizzurnar fram sem smárétt.

Innihald

  • 3-4 tortillakökur
  • 1/2 krús Saclà sugo pastasósa tomato & garlic eða tomato & chilli
  • 2 mozzarellakúlur eða gratínostblanda
  • 10 peperoni- eða spægipylsusneiðar
  • 1-2 msk niðrsöxuð fersk óriganó- eða basillauf