Vegan Basil Pestó pasta

mínútur / Fyrir: 
Vegan Basil Pestó pasta

Undirbúningur

 1. Byrjið á því að setja vatn í stóran pott ásamt smá olíu og salti og leyfa suðunni að koma upp.
 2. Þegar suðan er komin upp sjóðið það tagliatelle eftir leiðbeiningum á pakkanum (passa að kaupa eggjalaust tagliatelle)
 3. Skerið hvítlaukinn, laukinn og soyjakjötið niður og steikið upp úr olíu í nokkrar mínútur eða þar til það fer að mýkjast og verða fallega gyllt.
 4. Kryddið grænemtið og soyjakjötið með paprikuduftinu, laukduftinu og salti og pipar eftir smekk.
 5. Bætið rjómanum, pestóinu, næringargerinu og kraftinum út í ásamt spínatinu og hrærið vel saman saman.
 6. Leyfið þessu að sjóða í nokkrar mínútur og bætið síðan soðnu pastanu út í og berið fram ásamt ferskum basil og hvítlauksbrauði.

Uppskrift af hvítlauksbrauði má finna á blogginu okkar.

Njótið vel og takk fyrir að lesa <3

Innihald

 • Tagliatelle fyrir 4 (sirka 400 gr) (passa að kaupa eggjalaust)
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 1 lítill laukur eða 1/2 stór
 • lúka af spínati
 • 200 gr soyjakjöt eftir smekk
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1 tsk laukduft
 • salt og pipar
 • 2-3 msk næringarger
 • 1/2 teningur eða 1 msk grænmetiskraftur
 • 250-350 ml vegan rjómi ( ég notaði Aito en hann er svolítið þykkur svo ég set um 1 dl af vatni með) ( má alveg setja meiri rjóma ef fólk við meirra “creamy” pasta)
 • 1 dl Sacla vegan grænt pestó
 • Fersk basilíka ef vill (má sleppa)