Vegan Ceasar salat með vegan ceasar sósu frá Sacla

mínútur / Fyrir: 

Undirbúningur

Við fengum í hendurnar í síðustu viku þessa nýju ceasar salat dressingu frá Sacla Italia. Ég er búin að vera að prófa hana í alls konar uppskriftir eins og ofan á pizzu og í salöt. Í þessari viku ætla ég að deila með ykkar uppskrift af salati sem ég er búin að vera með æði fyrir síðan ég gerði það fyrst. Ég hef aldrei verið mikið fyrir salöt en eitt af því sem er yfirleitt ekki mikið vegan úrval af eru vegan salat dressingar. Alvöru djúsi dressingar sem lyfta salatinu upp á annað “level”. En þessi sósa gerir það svo sannarlega.

Aðferð

 • Byrjið á því að útbúa brauðteningana með því að skera baguette sneiðarnar í litla kubba, velta þeim upp úr olíunni og kryddunum, raða á bökunarplötu og baka í u.þ.b. 10 mínútur við 220°C.
 • Skerið tófúið í sneiðar, hellið mjólk í grunna skál og blandið hveitiblöndunni saman í aðra skál. Veltið síðan öllum tófú bitunum upp úr mjólkinni síðan hveitinu, svo aftur mjólkinni og loks hveitinu í annað sinn og steikið á pönnu upp úr vel af olíu. Ég set alveg botnfylli af olíu í pönnuna. Leyfið tófúinu að kólna í nokkrar mínútur og skerið síðan í teninga.
 • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
 • Skerið salatið gróft og blandið öllu saman í stóra skál.

Innihald

 • 300 gr steikt tófú (má skipta út fyrir vegan snitsel eða nagga og sleppa kryddhjúpnum)
 • 1 dl plöntumjólk (t.d. hafra eða soya)
 • 2 dl hveiti
 • 1 tsk hveiti
 • ½ tsk svartur pipar
 • 2 tsk oregano
 • 2 tsk steinselja
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk paprikuduft
 • 7-8 sneiðar af baguette brauði
 • ½ dl olífuolía
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk þurrkuð steinselja
 • 300 gr makkarónupasta
 • 200 gr gott ferkst salat
 • ½ krukka vegan ceasar dressing frá Sacla Italia