Volg salatbomba með nautakjötsstrimlum og grænmeti

5 mínútur / 2 Fyrir: 
Volg salatbomba með nautakjötsstrimlum og grænmeti

Undirbúningur

Skerið kjötið í strimla og steikið ásamt engiferi við vægan hita í olíunni í skamma stund og smakkið til með salti og pipar. Skolið og þerrið salatið og skerið í mátulega strimla og komið fyrir á tveimur djúpum diskum. Skerið fersku og grilluðu paprikurnar í litla bita. Yljið grilluðu paprikurnar í smástund á pönnu ásamt kjötinu. Blandið fersku paprikubitnum, smátt söxuðum vorlauknum, niðurrifinni gulrótinni og jarðhnetunum saman við salatið og því næst voldum paprikubitunum. Hrærið balsamikedii og hlynsírópi saman í lítilli skál. Raðið kjötstrimlunum út á salatið og blandið salatdressingunni vel saman við. Berið fram með grófu brauði.

Innihald

 • 200 g magurt nautakjöt
 • 4 handfylli ferskt blandað salat
 • smábiti ferskt engifer
 • 1/2 rauð og 1/2 gul paprika
 • 1/2 krús Saclà viðarkolgrillaðar paprikur (char-grilled)
 • 2 vorlaukar
 • handfylli jarðhnetur
 • 1 gulrót
 • 2 msk balsamikedik
 • 2 msk hlynsíróp
 • salt & nýmalaður pipar