Fjölskyldan

Saclà: fjölskyldufyrirtæki

Saclà family

Þrjár kynslóðir Ercolefjölskyldunnar hafa skapað hinar djúpu menningarrætur Saclà. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1939, hefur hver kynslóð byggt á þeim sköpunaranda, sveigjanleika og einurð sem er grundvöllur heimspeki okkar og menningar. Saclà var stofnað í Asti, í hinu frjósama Piemontehéraði á Norður Ítalíu þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn þann dag í dag. Öldum saman hefur svæðið umhverfis Asti, hið svonefnda „Astigiano“, verið rómað fyrir sitt ríkulega hágæða grænmeti.

Piera en Secondo Ercole

Piera og Secondo Ercole, stofnendur Saclà, einsettu sér að nota reynslu héraðsins og nýta hráefni þess og tóku til við að framleiða niðursoðið grænmeti. Strax frá upphafi fókuseraði fyrirtækið á að meðhöndla af varfærni nýtt hráefni og að halda upprunalegum bragðgæðum þess. Samhliða örum vexti jók Saclà sífellt vöruval sitt og varð brátt einn framsæknasti matvælaframleiðandi á Ítalíu, og er enn í dag leiðandi fyrirtæki hvað ólífur varðar, súrsað grænmeti og antipasti forrétti.

Carlo Ercole

Carlo Ecole, eldri sonur stofnanda Saclà, er heilinn að baki við sköpunarstarfi okkar. Við sem erum þeirrar blessunar aðnjótandi að búa við hinn frjósama jarðveg Piemontehéraðs, deilum ástríðu hans fyrir fyrsta flokks staðbundnu grænmeti, framreiddu samkvæmt upprunalegum staðaruppskriftum. Þetta er jú leyndarmálið að baki hinnar unaðslegu bragðreynslu sem hver pestókrús, pastasósa og antipasti smáréttur felur í sér.

Lorenzo Ercole

Lorenzo Ercole, yngri sonur stofnandans, gekk til liðs við fyrirtækið þegar það var í hröðum vexti bæði á Ítalíu og á alþjóðavettvangi og hinn góða árangur þess má rekja að miklu leyti til hins nána samstarfs bræðranna, þar sem Carlo einbeitti sér að sköpunarhliðinni á meðan Lorenzo – sem í dag er forseti og framkvæmdastjóri fyrirtækisins – hlúði að tæknilegri hliðum resktursins.

Í dag búum við yfir tækni, sem gerir okkur kleift að fanga bragð hins fullkomlega þroskaða staðbundna hráefnis, sem er tínt nákvæmlega á réttum árstíma þegar það er í hámarki fullkomleika síns. Þessi virðing fyrir árstíðatengingu framleiðslunnar á ríkan þátt í að móta menningu fyrirtækisins og að viðhalda og þróa langlíf sambönd okkar við sveitasamfélögin í héraðinu og einkum og sérílagi framleiðendurna og bændurna sem eru okkar viðskiptafélagar.

Saclà er fjölskyldufyrirtæki enn þann dag í dag, þökk sé innkomu þriðju kynslóðarinnar í reksturinn, en Chiara, dóttir Lorenzo og Lucia, dóttir Carlo, starfa nú við hlið Lorenzo. Sameiginleg ástríða þeirra fyrir ómótstæðilegum og ósviknum ítölskum mat, er enn drifkrafturinn fyrir tæknilegum og nýjungatengdum vöruhugmyndum og hefur leitt til hins mikla árangurs fyrirtækisins í yfir 40 löndum í öllum 5 álfum heims.

Við vonum að Saclà muni halda áfram að vera fjölskyldufyrirtæki. Við hlökkum til framtíðar, þar sem næstu kynslóðir Ercole-fjölskyldunnar munu halda áfram að fylgja eftir heimspeki Saclà þar sem mannleg gildi eru í hávegum höfð og fullkomnunarhvöt er lögð til grundvallar öllu því sem við gerum.