Heimspekin

Á yfir 75 árum, hefur Saclà skipað sér í fremstu röð matvælaframleiðenda á heimsvísu og vörulínan sem í upphafi innihélt hina klassísku “antipasti” smárétti og ólífur hefur vaxið og inniheldur nú einnig pastasósur og pestó.

Það sem liggur að baki velgengni okkar hefur alla tíð verið vönduð framleiðsla, sem gerir okkur kleift að koma hágæða vöru til neytendans og hinar atorkusömu rannsóknar-, þróunar- og pökkunardeildir okkar, sem ætíð hafa getað séð fyrir og fullnægt nýjum þörfum og tilhneigingum hins síbreytilega markaðsumhverfis. Hin tæknilega- og markaðslega sérþekking sem knúin er áfram af brennandi áhuga okkar á ítalskri matarmenningu, er grunnurinn að því sem Saclà stendur fyrir í dag í yfir 50 löndum: sögulegt vörumerki í ítalska matvælaiðnaðnum og óslökkvandi uppspretta nýjunga þar sem sífellt er leitast eftir að fullnægja þörfum neytenda.

Það þarf vart að taka fram, að ekkert af þessu hefði verið mögulegt án vinnuframlags allra hinna áhugasömu aðila sem tengjast fyrirtækinu, allt frá starfsfólki okkar til dreifingaraðila og annarra samstarfsaðila. Leyndarmálið að baki velgengni okkar er fólgin í þeirri staðreynd að við erum fjölskylda líkt og neytendur okkar.

the-company_11

Grunngildi okkar
Heimspeki fyrirtækis okkar byggir á fimm grundvallaratriðum.

Áhersla á neytandann
Við skuldbindum okkur stöðugt til að bæta skilning okkar á þörfum neytenda.

Gæði
Hér er á ferðinni vel varðveitt markmið sem færir okkur traust neytendans.

Félagsleg
ábyrgð. Öryggisgildið er ofarlega á lista sem og virðing fyrir umhverfinu.

Hópandi
Þar sem við vitum að starfslið okkar er ábyrgt fyrir árangri og velgengni fyrirtækisins, vanmetum við aldrei þennan mikilvæga þátt.

Hin ítalska hefð
Allar vöruuppskriftirnar okkar eru hefðbundnar og þróaðar af ítölskum matreiðslumeisturum.
Markmið okkar er að deila vitneskju okkar og sýna fram á sérþekkingu á matarmenningu á Ítalíu.