Kjarni ítalskrar matargerðar í dag er einfaldleiki og ferskt og gott hráefni.
Ítalía skiptist í ótal matarsvæði, þar sem hvert hérað býr yfir sinni matarhefð og er því ótæmandi brunnur hugmynda og þekkingar á hráefni og matargerð. Þetta gerir landið að ástríðufullu viðfangsefni sælkera um allan heim.
Eitt af markmiðum Saclà hefur ætíð verið að stuðla að útbreiðslu ítalskrar matarmenningar og fyrirtækið er í fremstu röð sem framleiðandi ekta ítalskrar gæðamatvöru.
Vörurnar frá Saclà fást í betri matvöruverslunum, bakaríum, sælkeraverslunum og ostabúðum.