Sagan

Saclà Italia frá 1939

Saclà var stofnað árið 1923 undir nafninu SALPA (Stabilimento Astese Lavorazione Prodotti Alimentari)

með það markmið að ná að fanga örlæti hins frjósama jarðvegs Piemontehéraðs á N-Vestur Ítalíu, þar sem fyrirtækið hefur bækistöðvar sínar enn þann dag í dag og varðveita hráefnið svo allt árið til heildsölu.

SaganÁrið 1939 breytti fyrirtækið nafninu í Saclà sem stendur fyrir “Società Anonima Commercio e Lavorazione Alimentari”. Fyritækið óx og dafnaði undir stjórn stofnanda þess, Signore Secondo Ercole. Fljótlega upp úr því að Saclà kom á markað með fyrstu línuna af niðursoðnu grænmeti, tók það að auka við vörufjölbreytni og ekki leið á löngu uns fyrirtækið blómstraði sem eitt af framsæknustu matvælafyrirtækjum á Ítalíu.

Í dag býður Saclà upp á vörurlínur svo sem pestó- og pastasósur, antipasti í olíu, súrsað grænmeti og mikið úrval af ólífum, sem njóta mikilla vinsælda í heimalandinu sem utan þess. Allar afurðirnar eru framleiddar á Ítalíu og í framleiðsluna er notað besta fáanlega nýuppskorið grænmeti og stuðst við hefðbundnar uppskriftir og engar tilslakanir eru gerðar þegar kemur að gæðum.

Á sextíu ára tímabili hefur Saclà skipað sér í fremstu röð matvælaframleiðenda í framleiðslu á ósviknum ítölskum eðalafurðum. Fyrirtækið hefur skuldbundið sig í gegnum ítarlega vöru- og framleiðsluþróun að vaxa enn frekar á þessu sviði og stuðla með því að endurreisn ítalskrar matarmenningar.

Saclà Italia frá 1939“Vörður” í sögu fyrirtækisins

  • Frumkvöðlar í matarauglýsingagerð í ítölsku sjónvarpi. Verða leiðandi vörumerki á innanlandsmarkaði eftir að ólífuauglýsing fer í loftið 1969;
  • Fyrstir til að setja á markað steinlausar pakkaðar ólífur;
  • Þróun gerilsneiðingaraðferða í matvælaframleiðslu;
  • Frumkvöðlar í notkun krúsa með snúningsloki í matvælagerð;
  • Að meðtöldum dótturfyrirtækjum í Bretlandi (frá 1991), Bandaríkjunum (frá 1995) og Þýskalandi (frá 1999) auk nets dreifingaraðila og samstarfsaðila um heim allan, hefur Saclà náð alþjóðlegum ítökum í yfir 50 löndum;
  • Saclà hefur frá upphafið verið fjölskyldufyrirtæki, sem nú er rekið af 2. og 3. ættlið Ercole-fjölskyldunnar. Ástríða hennar fyrir ósviknum ítölskum mat er áfram hvatinn að baki hinum tæknilegu framförum og vöruþróun innan fyrirtækisins.

etichette